Þula Katrín Helgu- og Þórðardóttir
Hópmynd af skrítnu fjölskyldunni í hádegismat á Selfossi
Súpueldamennska á Hellu
,,Farðu frá" sagði fyrirsætan hneyksluð þegar ljósmyndarinn plantaði sér mitt á akstursleið hennar til að ná þessu skoti
Síðasti séns að hoppa í hótelrúmi - Hellu 18. júní
Hér voru foreldrarnir að rembast við að endurtaka verðlaunamyndina frá því í fyrra. Þula Katrín var svolítið gáttuð á því að eiga að liggja endalaust á maganum á meðan smellt var af í gríð og erg.
Móðurfjallið klifið við Jökulsárlón
Það er bara eitthvað ómótstæðilegt við samsetninguna
steinar + vatnHæ hó jibbí jei og allt það - 17. júní við rætur Vatnajökuls (innanhúss, reyndar)
Yndislegt stopp með pabba við ljúfan læk...
Beðið eftir frönskum á bensínstöð á Egilsstöðum, 16. júní
Pabbastelpa á Egilsstöðum - 15. júní
Klósettstund á Valaskjálf, Egilsstöðum, 15. júní
Þar kom að því að Lagarfljótsormurinn mætti ofjarli sínum.
Þula Katrín eignaðist vin á Hallormsstað. Hann hét Dúi (reyndist aðeins 6 mánuðum eldri) og vildi gjarnan halda í hendina á henni í ruggubátnum. Það vildi Þula ekki (skemmti sér samt vel í félagsskap herrans). Þessi mynd, sú á undan og þær tvær næstu voru teknar í blíðunni í dag, fimmtudaginn 15. júní.
Sumir þurfa meira en 18 gráður og flennisólskin í heilan dag til þess að fást til að taka niður húfuna...
... nema kannski rétt á meðan smellt er af pæjumynd.
Ómögulegt að hafa sólina í augun.
Hér er Þulan í bílnum á leiðinni frá Egilstöðum til Hallormsstaðar (miðvikudag, 14. júní 2006).
Þegar maður er lasinn í ferðalagi má finna sér ýmislegt til dundurs.
Maður getur til dæmis gætt sér á rófu (í spegli).
Eða kíkt í snyrtitösku móður sinnar...
... já, eða pabba síns...
... jafnvel kíkt í nýbygginguna (við Fosshótel Húsavík) með pabba...
... eða bara kíkt á útsýnið og andað svolítið á rúðuna.
Að sjálfsögðu þurfti Þula Katrín að bregða sér í nýlenduvöruverslun Húsavíkur; Kaskó, á meðan á opinberri heimsókn hennar þangað stóð
Á þessari mynd gefur á að líta ,,vont tröll", segir Þula Katrín
Þulan í röri (Húsavík, 12. júní 2006)
Í akkúrat passlegum húsvískum klifurkastala
Í húsvískum sandkassa
Í heimsókn hjá Ragnhildi Sól frænku á Akureyri - á meðan allt lék í lyndi...
Að passa innanklæða ,,möndlubarn" á Fosshóteli Áningu, Sauðárkróki (sunnudag).
Leiðin frá Sauðákróki til Akureyrar er ansi löng - gott að geta hlustað á góða tónlist og leikið sér með límmiðabók í bílnum.
Hádegisverður úr skottinu (lúxus að vera á steisjon!) í Staðarskála. Mjamm...
Þulan í Reykholti, 10. júní 2006
Þula Katrín var sérdeilis hrifin af dyrunum hans Snorra í Reykholti