Þula Katrín Helgu- og Þórðardóttir
Ágæt vika hjá Þulunni - lúxus að vera í sumarfríi.
Sunnudagur 13. ágúst:Þulan litla og Guðjón stóri við Logaland

,,Slepptu mér!" Ekkert hrifnari af vígslumanninum Guðmundi nú en þegar hún var 2ja mánaða...

Smá móment af einkakátínu
Mánudagur 14. ágústAð túristast í Reykjavík (með alvöru útlenskum brúðkaupsgestum)
Þriðjudagur 15. ágústSvo höfðu mamman og Þulan almennt nóg að gera.


Mæðgurnar teiknuðu pabbann á stéttina fyrir utan heimilið. Sjáið sérstaklega hinar stórkostlegu lappir sem Þula Katrín hannaði og framkvæmdi alveg sjálf.

Þula lagfærði hárið aðeins.

Svo verða allir pabbar að hafa hendur líka.
Myndavélin á sínum stað en voða mikið að gera.
ÞRIÐJUDAGUR (10. ágúst):
Í bæjarferð með pápaPabbinn efndi gamalt loforð og splæsti í dúkkukerru og dúkku handa einkadótturinni sem var að vonum kát.


MIÐVIKUDAGUR (9. ágúst):
Í Hreyfilandi




MIÐVIKUDAGUR (9. ágúst):
Í bílnum á leiðinni heim. 
FIMMTUDAGUR (10. ágúst):
Hjá mömmu að máta kórónu. Um skreytinguna á kórónunni: Grænu láréttu strikin voru teiknuð lóðrétt og eru „I“. Táknið þar fyrir neðan sem lítur út eins og „V“ á hlið er „plat-S“.
Myndavélin er enn fjarri en þessar tók móðursystirin við kjörið tækifæri í dag:

Uppfærsluskortur stafar af því að myndavélin varð eftir í steggjapartíi í Breiðholti. Því er lítið hægt að festa athafnir blómarósarinnar á pixla þessa dagana. Eftirfarandi var þó tekið á síma pabbans á sunnudagsmorguninn (30. júlí):


Mamman og Þulan gerðu nýja tegund af nammi, sem Þulan fékk að nefna sjálf - útkoman varð nýyrðið
maní-kúlur og eins og sjá má voru þær einkar gómsætar strax á vinnslustigi...

Hér er daman búin að finna sig sem
Maníkúluskrímslið ógurlega...


En allt gaman er úti um síðir og þá þarf að þvo sér vel og vendilega.