Þula Katrín Helgu- og Þórðardóttir
Fasta áskrifendur er náttúrlega farið að lengja eftir uppfærslum... ?!
Nýjustu fréttir - Þulan fékk klippingu í gær (mán.). Nú sér hún útundan toppnum. Reyndar þurfti að ljúka snyrtingunni eftir að hún var sofnuð þar eð henni ofbauð snurfusið.
Og svo önnur mæðgnamynd af því að mamman var að prófa doldið trikk í fótósjopp - verðlaun til þeirra sem fatta (thíhí)...
Svo fékk Þula Katrín 2 nýjar dúsur í dag og þóttist rík...
... föður hennar fannst þetta líka sniðugt...
Í dag fór daman á leikskólann eftir viku hlé. Svona var ástandið eftir heilan dag af leikskólaviðfangsefnum:
Í gær (20. júlí) var síðasti ,,veik-heima"-dagurinn í bili. Þulan sat þó ekki inni við í blíðunni heldur fór í borgarferð með pápa sínum.
Sem efnilegt módel í auglýsingabækling...
Skyggnst inn í fortíðina
Extreme close-up
Svo var víst aðeins komið við á Langó líka
Á þriðjudeginum var Þula Katrín aftur með hita - en engar myndir voru teknar þann dag til að viðhalda vefdagbókinni (reyndar tók pabbi hennar undurfagrar sólarlagsmyndir þá um kvöldið sem sýndar verða á öðrum vettvangi).
Á miðvikudeginum gátu mæðgurnar ekki hugsað sér að hanga innandyra svo að þær héldu í Hlíðartún, til afa og ömmu. Eftir mikið mas tókst að koma hér inn nokkrum myndum af athöfnum dagsins. Áhyggjufullum ættingjum skal þó bent á að nýbúið-að-vera-lasið barnið er klætt í eftirfarandi:
Að ofan - nærbol, bómullarkjól, stuttermabol og prjónavesti
Að neðan - nærbrók, bómullarsokkabuxur og gúmmítúttur
Að auki var hitastig 17°c í skugga, vindstig 0 og sól mikil. Engum varð kalt. Ok!??!
Þula Katrín reyndist liðtæk í þvottaupphengingum með ömmu sinni
Rennibrautin rokkar
Afi leyfði Þulunni að sitja ofan á heysátunni í hjólbörunum (hún launaði honum með því að henda heyi yfir hausinn á honum)
Eftir heimkomu, bað og staðgóðan kvöldverð var ekki meiri orka eftir (kl. 19.00, 19. júlí 2006)
Annar dagur í veikindum... 16. júlí
Með 39,6 °c - 15. júlí 2006.
Setning dagsins var ,,Mamma, viltu láta mér líða betra!"
Það krefst þolinmæði að bíða eftir afmælisvöfflum. Afmæli hjá Þöll 12. júlí 2006
Sólbrúna föðursystirin Sveinlaug kom með skemmtilegar gjafir frá útlöndum - 10. júlí 2006
Af því að netið er viðsjárvert er þessi mynd lauslega ,,ritskoðuð" en sýnir samt ágætlega hvað það er gaman að skottast á trambólíni á góðum degi... 9. júlí 2006
Ekkert svo leiðinlegt í heita pottinum á Langholtsvegi 175 - 9. júlí 2006
...
Pabbi hjálpar í skó - 7. júlí 2006
Litla grænmetisætan tætir í sig kál - 6. júlí 2006
Sátt í baði á miðvikudagskvöldi (5. júlí 2006)
Handklæðaálfur>>>
...
Eftir leikskólann daginn eftir: Þegar búið er að flysja utan af barninu nokkur lög af sandmettuðum fötum og dusta eftir bestu getu kemur í ljós að innst er sandlag sem er svo að segja gróið inn í húðina...
Og svona bregst konan við þegar móðir hennar reynir að bursta það mesta af með þurrum þvottapoka
Og ein af Baldri bara af því hann er svo fótógenískur, 2. júlí 2006 (að horfa á frænku sína?).