Á þriðjudeginum var Þula Katrín aftur með hita - en engar myndir voru teknar þann dag til að viðhalda vefdagbókinni (reyndar tók pabbi hennar undurfagrar sólarlagsmyndir þá um kvöldið sem sýndar verða á öðrum vettvangi).
Á miðvikudeginum gátu mæðgurnar ekki hugsað sér að hanga innandyra svo að þær héldu í Hlíðartún, til afa og ömmu. Eftir mikið mas tókst að koma hér inn nokkrum myndum af athöfnum dagsins. Áhyggjufullum ættingjum skal þó bent á að nýbúið-að-vera-lasið barnið er klætt í eftirfarandi:
Að ofan - nærbol, bómullarkjól, stuttermabol og prjónavesti
Að neðan - nærbrók, bómullarsokkabuxur og gúmmítúttur
Að auki var hitastig 17°c í skugga, vindstig 0 og sól mikil. Engum varð kalt. Ok!??!