19. janúar 2007 verður minnst sem dagsins sem Þula Katrín fékk fyrstu gleraugun sín.
Fyrst starði hún agndofa í kringum sig og stundi svo ,,ég sé meira... fallegt". Svo fór hún að snúa sér í hringi... alveg í sínum eigin heimi (áhugasömum stendur til boða að sjá upplifunina á vídeói...)Að uppgötva og uppgötva... 19. janúar
Helgina 5. - 7. janúar var Þula Katrín með pabba, mömmu, afa, ömmu, Sveinlaugu og Guðjóni í Vestmannaeyjum. Myndir skoðist að neðan og upp... Búin á því í bílnum á leiðinni heim, 7. janúar
Pæjan nýtur stjörnuljóss í Þrettándagöngunni með pabba og ömmu
Tröllaskoðun með afa
Í pottinum með ömmu (og pabba og Sveinlaugu), 6. janúar
Í pottinum með mömmu á föstudagskvöldið, 5. janúar