Þula Katrín byrjaði leikskólafríið sitt á því að fara í sumarbústað í Miðhúsaskógi.
Þegar von var á afa og ömmu úr Mosó í heimsókn þurfti daman að leggja sitt af mörkum við kökubakstur:
Smá tími gafst þó fyrir sólbað með magastóru mömmunni
Og göngutúr með pápa gamla
Hér eru langmæðgurnar að rýna saman á flugdreka sem sveimaði yfir trjátoppunum
Daginn eftir, mánudaginn 9. júlí, rakst frökenin á þessa æsispennandi vinnuvél og mátaði sig aðeins í hana...
Fékk líka að taka myndir á flottu myndavélina hennar föðursystur sinnar
Hér eru svo tvær myndir úr heita pottinum sem var mikið notaður. Þula Katrín tók bláu höndina algerlega í sína þjónustu. Afi Siggi Hreiðar tók myndirnar.