<$BlogRSDURL$>
Þula Katrín Helgu- og Þórðardóttir
mánudagur, nóvember 27, 2006
 
Til að bloggsíða Þulu Katrínar deyji ekki alveg út hefur nefndin (sem er snilldarlega skipuð einungis einum nefndarmanni sem auðveldar mjög ákvarðanatöku hvers konar) ákveðið að falla frá áformum um sögulega upprifjun frá því í ágúst og einbeita sér að líðandi stundu.

Föstudaginn 24. nóvember fór Þula Katrín í kynnisferð í Húsdýragarðinn þar sem hún lét tvær dúsur af hendi.

Sunnudaginn 26. nóvember var skrefið stigið til fulls og hinar dúsurnar látnar fjúka líka.Í bílnum með fjórar dúsur, tilbúnar til afhendingar.Smá lokasmakk...Með pápa að ganga leiðina löngu...Kveðjukoss
En svo er þetta nú bara gaman!
Síðasti séns til að virða dýrðina fyrir sér.Svo þurfti aðeins að klappa kusuSvona leið mömmunni sem sá fram á erfiða tíma án stjórntækisins góða...En pabbinn varð harður í horn að taka og sló fram frösum á borð við ,,Svona er nú bara lífið" og ,,Hún er orðin alveg nógu stór"...Sjálf var Þulan blessunarlega laus við áhyggjur, enda hafði hún öðrum hnöppum að hneppa.


Framhald sögunnar er svo á þá leið að erfðaprinsessan átti ekki í neinum vandræðum með að sofna dúsulaus þá um kvöldið. Hins vegar vaknaði hún klukkan 4.30 um morguninn. Á þeim tíma er hún vön að grípa til dúsunnar og sofa svo vært í drjúga stund í viðbót. Þegar engin var dúsan krafðist hún tafarlausrar umönnunar og athygli og þurfti til dæmis að pissa, fá vatn að drekka, kúka, ræða málin og að sjálfsögðu að fá heilmikið knús.

Foreldrarnir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að senda sílið aftur inn í draumalandið en þrátt fyrir ágætan samvinnuvilja af sílisins hálfu varð þeim ekki kápan úr því klæðinu. Því fór svo að lokum að foreldrarnir skiptu morgninum í tvær vaktir, til að fá hvort um sig smá blund í viðbót.

Barninum kom ekki blundur á brá í allan dag. Nú nú er að skella á önnur nótt, erfðaprinsessan sofnuð og hrýtur sem engill en foreldrarnir eru ekkert spenntir fyrir öðrum snemm-morgni...
 
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
 
Rúsínufrænkur 18. ágúst 2006: 
- // -

ARCHIVES
04/01/2004 - 05/01/2004 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 /


Powered by Blogger